Það eru nokkrir staðir sem óhætt er að segja að séu hálfgerðir heilagir staðir í körfubolta heiminum. Madison Square Garden er í raun hið heilagasta.  Cameron Indoor höll í Duke Háskólanum setjum við í þennan flokk.  Körfuknattleiksheðfin skein í gegn í hverjum krók og kima hallarinnar. Hvar sem var litið er sú gríðarlega saga sem þetta Duke háskólalið hefur unnið í gegnum tíðina.  NBA leikmenn eru fjöldaframleiddir og svo auðvitað þjálfari liðsins sem er sigursælasti þjálfari háskólaboltans frá upphafi MIke Kryzyewski, eða Coach K eins og undirritaður kýs að kalla hann eftir spjall í gærkvöldi. 

 

Kristinn Pálsson og liðsmenn hans í Marist spiluðu gegn Duke í gærkvöldi eins og flestir sem fylgjast með SnapChat reikningi okkar Karfan.is   Í viðali við Mike Maker þjálfara Marist fyrir leik var öllum nokkuð ljóst að þarna væru að mætast Davið og Golíat og í raun fyrir leik virtist alveg ljóst að Marist myndu ekki sigra þennan leik, þrátt fyrir að bestu leikmenn Duke væru meiddir og spiluðu ekki með. 

 

Duke hóf leikinn af krafti, engin gestrisni þar á bæ og fljótlega var staðan orðin 20:4.  Leiknum í raun lokið þarna eftir einhverjar 4 mínútur.  Kristinn Pálsson sem hefur verið að glíma við meiðsli í liðþófa á vinstra hné er að koma tilbaka eftir speglun en langt frá því að vera 100%  Kristinn komst ágætlega frá sínu, tók 4 fráköst og skoraði 5 stig. 

 

Líkt og drengurinn á kyn til þá var hann fljótur að verða vinsæll hjá stuðningsmönnum Duke og þegar Kristinn var tekinn útaf sungu stuðningsmenn Duke "We want Palsson"   Og þegar pilturinn setti þrist þá var það eina skiptið sem stuðningsmenn hússins fögnuðu ekki sínu eigin liði.  Nokkuð magnað.  Leikurinn endaði 94:49 heimamenn í vil og eins og áður sagði áttu Marist aldrei séns á sigri í þessum leik.  Ekki nóg með það að vera að spila gegn besta liðið landsins heldur áttu þeir einfaldlega slakan dag og vill undirritaður meina að þetta sé ekki í raun munurinn á liðinum þó svo að hann sé vissulega. 

 

Upplifun þessi i gærkvöldi var einstök og stemmningin hjá stuðningsmönnum liðsins eitthvað sem maður sér alltof sjaldan. Fyrir þá sem hafa tök á því að skella sér á slíkan leik, það er allra peningana virði!!

 

d