Leikmaður Þórs frá Þorlákshöfn Magnús Breki Þórðarson, hefur verið lánaður út tímabilið í 1. deildina til Vestra. Magnús hefur alla tíð leikið með yngri flokkum Þórs og nú síðast meistaraflokki félagsins, sem og hefur hann verið hluti af yngri landsliðum Íslands. Hjá Vestra hittir hann fyrir þá Nökkva Harðarson og Hinrik Guðbjartsson, en hann spilaði áður með þeim í sameinuðum unglingaflokki Þórs og Grindavíkur.

 

Fréttatilkynning: