Lykilleikmaður 8. umferðar Dominos deildar karla er Pétur Rúnar Birgisson. Í stórum leik gegn Þór í Þorlákshöfn skoraði Pétur 16 stig, tók 8 fráköst og gaf 5 stoðsendingar ásamt því að ísa leikinn með sigurkörfu á lokasekúndunum.

 

Aðrir tilnefndir voru leikmaður Njarðvíkur, Björn Kristjánsson, fyrir frammistöðu sína gegn KR, leikmaður Skallagríms, Eyjólfur Ásberg, fyrir frammistöðu sína gegn Stjörnunni og leikmaður Hauka, Sherrod Wright, fyrir frammistöðu sína gegn Keflavík.