Lykilleikmaður 5. umferðar var leikmaður Þórs frá Þorlákshöfn, Tobin Carberry. Hann skoraði 33 stig, tók 8 fráköst og gaf 7 soðsendingar í góðum sigri hans manna á ríkjandi deildar, Íslands og bikarmeisturum KR. Þetta er í annað skiptið í vetur sem að Tobin fær lykilframmistöðu umferðarinnar.
Annar tilnefndur var leikmaður Keflavíkur, Amin Khalil Stevens, fyrir frammistöðu sína gegn Tindastól.
Lykilleikmaður 5. umferð
Tobin Carberry – Þór Þorlákshöfn gegn KR
Amin Stevens – Keflavík gegn Tindastól— Karfan.is (@Karfan_is) November 4, 2016