Lykilleikmaður 7. umferðar var leikmaður Njarðvíkur, Logi Gunnarsson. Í góðum sigri Njarðvíkur á Haukum skoraði Logi 34 stig (setti 6 þrista), gaf 3 stoðsendingar og stal 2 boltum.

 

Aðrir tilnefndir voru leikmaður Grindavíkur, Ólafur Ólafsson, fyrir frammistöðu sína gegn Keflavík, leikmaður Tindastóls Antonio Hester, fyrir frammistöðu sína gegn Stjörnunni og leikmaður Þórs frá Akureyri, Darrell Lewis, fyrir frammistöðu sína gegn Þór.