Lykilleikmaður 6. umferðar Dominos deildar karla var leikmaður Stjörnunnar, Hlynur Bæringsson. Hlynur skoraði 24 stig, tók 10 fráköst og gaf 5 stoðsendingar á rúmum 33 mínútum spiluðum í sigri sinna manna á Þór í Þorlákshöfn. 

 

Aðrir tilnefndir voru Flenard Whitfield, leikmaðeur Skallagríms, fyrir frammistöðu sína gegn Keflavík og Sherrod Wright, leikmaður Hauka, fyrir frammistöðu sína gegn ÍR.