Lykilleikmaður 9. umferðar Dominos deildar kvenna er leikmaður Keflavíkur, Dominique Hudson. Hún skoraði 30 stig, tók 8 fráköst, gaf 6 stoðsendingar og stal 3 boltum á þeim 37 mínútum sem hún spilaði í sigri liðsins á Grindavík.

 

Aðrar tilnefndar voru leikmaður Snæfells Aaryn Ellenberg-Wiley, fyrir frammistöðu sína gegn Njarðvík, leikmaður Vals, Mia Loyd, fyrir frammistöðu sína gegn Haukum og leikmaður Skallagríms, Tavelyn Tillman, fyrir frammistöðu sína gegn Stjörnunni.