Lykilleikmaður 7. umferðar er leikmaður Njarðvíkur, Carmen Tyson-Thomas. Þetta er í þriðja skiptið í heildina sem að hún fær lykil umferðar. Sem er kannski ekki skrýtið, er búin að bera höfuð og herðar yfir aðra leikmenn deildarinnar það sem af er. Er með 39 stig, 16 fráköst og 5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Í 7. umferðinni gegn Haukum skoraði hún 49 stig, tók 18 fráköst, gaf 8 stoðsendingar og stal 5 boltum á þeim 38 mínútum sem að hún spilaði í leiknum.

 

Aðrar tilnefndar voru Sigrún Sjöfn Ámundadóttir fyrir frammistöðu sína fyrir Skallagrím gegn Val, Danielle Rodriguez fyrir frammistöðu sína fyrir Stjörnuna gegn Grindavík og Berglind Gunnarsdóttir fyrir sína frammistöðu fyrir Snæfell gegn Keflavík.