Njarðvík tók á móti Haukum í sjöundu umferð Dominos deildar karla í Ljónagryfjunni í kvöld.
Eftir hálfleik þar sem varnarleikurinn var í aukahlutverki og Haukar leiddu leikinn snerist leikurinn við í síðasta fjórðung. Stórar körfur frá Stefan Bonneau gerðu útaf við leikinn og endaði leikurinn 98-88 Njarðvík í vil.
Logi Gunnarsson átti frábæran leik fyrir Njarðvík og endaði með 34 stig. Hjá Haukum var Sherrod Wright með 33 stig og 9 fráköst.
Frekari umfjöllun og viðtöl koma á Karfan.is síðar í kvöld.