Heil umferð er í dag í Dominos deild kvenna. Hæstan ber þar að nefna leik Keflavíkur og meistara síðustu þriggja ára Snæfells í Stykkishólmi. Keflavík hefur byrjað tímbilið af miklum krafti og situr eitt á toppi deildarinnar meðan að Snæfell er einum sigurleik fyrir aftan þær í öðru sætinu. Fróðlegt verður að sjá hvernig litlu slátrurunum úr Keflavík ferst það verk úr hendi að eiga við jafn reynslumikið og sterkt lið.

 

Leikurinn er í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport.

 

Leikir dagsins:

 Stjarnan Grindavík – kl. 19:15

 Snæfell Keflavík – kl. 19:15 í beinni útsendingu Stöð 2 Sport

 Valur Skallagrímur – kl. 19:15

 Njarðvík Haukar – kl. 19:15