Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði sex stig á rúmum 17 mínútum í gær þegar lið hans Limburg Utd. lá 98-70 gegn hollenska liðinu Donar Groningen í EuropeCup í gærkvöldi. Limburg hefur tapað öllum fimm leikjunum sínum í B-riðli og vonir þeirra um að komast upp úr þessu fyrsta stigi riðlakeppninnar því engar.

Limburg á inn leik eftir í riðlinum gegn BCM Gravelines en úrslit þessa leiks munu ekki hafa nein áhrif á lokastöðu Limburg í riðlinum. Sá leikur fer fram 23. nóvember á heimavelli Gravelines.

Í FIBA Europe Cup hefur Hörður verið með 4,8 stig, 1 frákast og 2,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Þá er Limburg á botni belgísku deildarinnar með einn sigur og sjö tapleiki.