Sports Illustrated gaf á dögunum út styrkleikalista sinn fyrir næsta tímabil í bandarísku háskóladeildinni. Í efsta sætinu er stórveldi Mike Krzyzewski og félaga í Duke. Fyrir aftan þá er gert ráð fyrir Kansas í 2. sæti, Kentucky í 3. sæti, Oregon í því 4. og Villanova í því 5.

 

Kannski það áhugaverðasta við þennan lista er að skoða hvar lið tengd íslenskum leikmönnum eru á honum

 

Hæstur á listanum yfir skóla sem að íslenskur leikmaður hefur leikið með er skóli Maryland í sæti 36, en þar lék Haukur Helgi Pálson frá árinu 2010 til ársins 2011.

 

Næst hæst þeirra liða sem að íslenskir leikmenn hafa leikið með er lið Washington í 63. sæti. Með því lék fyrrum NBA leikmaðurinn Pétur Guðmundsson frá árinu 1977 til ársins 1980.

 

Skammt þar á eftir í sæti númer 71 er lið Davidson, en þar leikur Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson sitt fyrsta ár þetta tímabilið.

 

Nokkuð langt þar á eftir koma svo önnur núverandi lið íslenskra leikmanna. Í sæti 201 er lið Furman þar sem að Kristófer Acox spilar nú sitt þriðja tímabil, í sæti 276 er lið Drexel, þar er Kári Jónsson að hefja sitt fyrsta tímabil, í sæti 299 er lið Marist þar sem að Kristinn Pálsson er á sínu öðru tímabili og svo í sæti 322 er St. Francis lið Gunnars Ólafssonar, en hann er að hefja sitt þriðja tímabil þar (sama lið og Dagur Kár ákvað nú á dögunum að yfirgefa fyrir Grindavík í Dominos deildinni)

 

Fyrrum lið þeirra Martins Hermannsonar og Elvars Friðrikssonar, LIU, er í sæti 327. Martin leikur nú í Frakklandi og Elvar er í 2. deildinni með liði Barry U.

 

Lið framlagshæsta leikmanns Dominos deildarinnar til þessa, Amin Khalil Stevens, Florida A&M, er neðst á þessum styrkleikalista 1. deildarinnar þetta árið, eða í sæti 351.

 

Hérna er listinn í heild