Íslenska kvennalandsliðið er mætt til Slóvakíu þar sem liðið mætir heimakonum á laugardag klukkan 16:00. Leikurinn fer fram í borginni Pieštany og er hann sýndur í beinni útsendingu á Rúv.
Ragna Margrét Brynjarsdóttir leikmaður Stjörnunnar og landsliðsins mun ásamt öðrum í landsliðinu taka við Snapchati Karfan.is í dag og eitthvað áfram. Þar verður sýnt frá undirbúningi liðsins sem dvelur í þessum bæ í Slóvakíu.
Endilega bætið okkur við á Snapchat: Karfan.is