Ívar Ásgrímsson landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins stjórnaði fyrstu æfingu liðsins í fyrir leika stóru gegn Slóvakíu og Portúgal í næstu viku. 

 

Nokkrar breytingar eru í liðinu og fjórir nýliðar í 15. manna hóp og reynslumiklir leikmenn á borð við Helenu Sverrisdóttur, Margréti Köru og Bryndís Guðmundsdóttir verða ekki með. 

 

Leikirnir  eru gegn Slóvakíu þann 19. nóvember ytra og hér heima í Laugardalshöllinni þann 23. nóvember gegn Portúgal og eins og áður segir lýkur þar með undankeppninni fyrir EM á næsta ári sem hófst í nóvember 2015 eftir nýju keppnisfyrirkomulagi FIBA.
 
KKÍ birti mynd á Instagram af æfingu þar sem sjá má liðið koma saman á fyrstu æfingu í þessum undirbúning. 
 

 
15 manna æfingahópur Íslands er skipaður eftirtöldum leikmönnum fyrir síðustu tvo leikina í Evrópukeppninni:
 
Berglind Gunnarsdóttir – Snæfell · 6 landsleikir
Birna Valgerður Benónýsdóttir – Keflavík · Nýliði
Elín Sóley Hrafnkelsdóttir – Valur · 2 landsleikir
Emelía Ósk Gunnarsdóttir – Keflavík · Nýliði
Gunnhildur Gunnarsdóttir – Snæfell · 25 landsleikir
Hallveig Jónsdóttir – Valur · 3 landsleikir
Ingibjörg Jakobsdóttir – Grindavík · 14 landsleikir
Ingunn Embla Kristínardóttir – Grindavík · 7 landsleikir
Pálína María Gunnlaugsdóttir – Snæfell · 35 landsleikir
Ragna Margrét Brynjarsdóttir – Stjarnan · 35 landsleikir
Ragnheiður Benónísdóttir – Skallagrímur · Nýliði
Salbjörg Ragna Sævarsdóttir – Keflavík · 1 landsleikur
Sandra Lind Þrastardóttir – Horsholms 79’ers, Danmörku · 9 landsleikir
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir – Skallagrímur · 42 landsleikir
Thelma Dís Ágústsdóttir – Keflavík · Nýliði
 
Óljóst er með þáttöku Hallveigar Jónsdóttur og Gunnhildar Gunnarsdóttur vegna meiðsla en það mun skýrast betur á næstu dögum.