Tveir leikir voru í dag í fyrstu deildunum. Höttur sigraði lið FSU á Selfossi í 1.deild karla. Höttur því enn á toppi deildarinnar eftir leikinn á meðan að FSU er í 5.-6. sæti. Í 1. deild kvenna sigraði KR topplið Breiðabliks á heimavelli sínum í DHL Höllinni. Breiðablik er þó enn á toppi deildarinnar á meðan að KR er í 2.-3. sæti.

 

Staðan í 1. deild kvenna

Staðan í 1. deild karla

 

 

Úrslit kvöldsins:

 

1. deild karla

FSU 81 – 102 Höttur

Höttur sigraði heimamenn í FSU nokkuð örugglega. Atkvæðamestur fyrir heimamenn í FSU var Terrence Motley með 33 stig og 9 fráköst. Fyrir gestina frá Egilstöðum dróg Aaron Moss vagninn, með enn einni þrennunni, 21 stig, 13 fráköst og 14 stoðsendingar.

 

1. deild kvenna

KR 50 – 45 Breiðablik

KR vann góðan sigur á Breiðablik í frekar jöfnum leik. Atkvæðamest fyrir Breiðablik var Isabella Ósk Sigurðardóttir með 5 stig og 18 fráköst á meðan að fyrir KR var það Ásta Júlía Grímsdóttir með 4 stig og 15 fráköst.