Í Borgarnesi fór fram leikur Skallagíms og Keflavíkur í 6. umferð Domino's deild karla . Bæði lið hungruð í 2 stig og stefndi allt í æsispennandi leik. Skallagímur var yfir mest allan fyrri hálfleikinn en Keflavík hélt í þeim og var jafnt í hálfleik 31-31. Í þeim síðari fór Keflavík í bílstjóra sætið en Skallagrímsmenn héldu í við þá. Staðan eftir 3. leikhluta var 51-55 Keflavík í vil. Fjórði leikhlutinn var ansi spennandi en það voru Skallagrímsmenn sem silgdu sigrinum í höfn með 9 stiga sigri 80-71.

 

 

Þáttaskil

Skallagrímur var með yfirhöndina í öllum leikhlutum nema þeim þriðja. Keflavík náði þá smá forustu en Skallagrímur kom með mikilli ákefð og náði að sigra. Það var bara ætlað að enda með sigri Skallagríms sem átti góðann leik í kvöld.

 

Tölfræðin lýgur ekki

Bæði lið voru bara ekki að hitta úr 3. stiga skotum. Skallagrímur með 5/24 eða 20 % á meðan Keflavík var aðeins með 4/25 eða 16%. Menn verða aðeins að fara að horfa á Stephen Curry en hann setti fleiri þrista en bæði lið samtals í leik í NBA um daginn.

 

Hetjan

Enginn sem skaraði skært upp úr en Amin Khalil Stevens var mjög góður fyrir Keflavík en hann var með 32 stig og 14 fráköst, en samt náði Keflavík ekki að vinna leikinn. Hjá Skallagrím var það Flenard Whitfield sem var stighæstur með 24 stig og 14 fráköst.

 

Kjarninn

Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir Skallagrím sem eru komnir með 4 stig í deildinni. Keflavíkingar eru örugglega óánægðir með að hafa tapað en er samt með 12 8 stig í deildinni. Það er ljóst að heimavöllurinn (Fjósið) muni skila Skallagrím mikilvæg stig í vetur.

 

Tölfræði leiks

Myndasafn

 

Umfjöllun / Guðjón Gíslason

Mynd / Gunnlaugur Auðunn Júlíusson

 

Viðtal: