32 liða úrslitum Maltbikarsins lauk í kvöld með sex leikjum og er nú ljóst hvaða lið eru komin í 16 liða úrslit en dregið verður í umferðinni á morgun.
Keflavík sigraði annan nágrannaslaginn í röð gegn Njarðvík eftir rosalega endurkomu í þriðja leikhluta. Óvæntustu úrslitin urðu þó á Hlíðarenda þar sem 1. deilar lið Vals sló úrvalsdeildarlið Snæfell úr leik nokkuð örugglega.
Öll úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan:
Reynir Sandgerði 34-79 ÍR
Keflavík 97-91 Njarðvík
Vestri 68 – 109 Haukar
Hamar 84 – 91 Höttur
Valur 74-63 Snæfell
Breiðablik 77-88 Skallagrímur
Þar með er ljóst hvaða lið verða í hattinum þegar dregið verður í 16 liða úrslit en það eru: Höttur, Skallagrímur, Keflavík, Haukar, ÍR, Grindavík, Fjölnir, KR, Tindastóll, Haukar b, Þór Ak, Sindri, Njarðvík b, FSu og Þór Þ.