Stjörnuleikmaður KR, Jón Arnór Stefánsson, undirgekkst aðgerð á hnéi síðastliðinn fimmtudag samkvæmt heimasíðu félagsins. Aðgerðin á að hafa gengið vel og voru læknarnir sáttir með hana. Þá kveðst Jón vera verkjaminni nú en eftir fyrri skipti og er strax farinn að ganga aftur. Endurhæfing hans er einnig komin af stað, bæði með sjúkraþjálfara sem og hjá Fannari Karvel einkaþjálfara hjá Spörtu. Gert er ráð fyrir að hann verði kominn aftur á gólfið á næsta mánuðinum eða svo og geti því mögulega leikið einhverjar mínútur fyrir KR í þessum fyrri hluta Dominos deildarinnar.