Bíó Paradís í samstarfi með Karfan.is hefur ákveðið að halda upp á 20 ára afmæli myndarinnar Space Jam með sýningu þann 10. desember næstkomandi kl. 20:00. Ljóst er að aðeins er um eina sýningu að ræða og að takmarkaður miðafjöldi er í boði, því hvetjum við alla þá sem að ætla sér að koma og sjá þetta þrekvirki körfuboltakvikmyndasögunnar á stóra tjaldinu til þess að tryggja sér miða sem fyrst.

 

Hérna er hægt að kaupa miða

 

Hérna er viðburður sýningarinnar á Facebook

 

Í síðasta þætti Podcast Karfan.is voru hlustendur spurðir út í það, ef að myndin yrði framleidd á Íslandi í dag, hver væri það þá sem að ætti að fara með aðalhlutverkið sem að Michael Jordan lék í upprunalegu myndinni og var um helmingur þeirra sem svöruðu á því að leikmaður KR, Jón Arnór Stefánsson væri sá. Í öðru sæti, með um 13% atkvæða, var leikmaður Etolie Charleville Mezieres í Frakklandi, Martin Hermannsson og í því þriðja, með um 12% atkvæða, leikmaður Rouen í Frakklandi, Haukur Helgi Pálsson.

 

 

 

Niðurstöður:

 

Þáttinn er hægt að hlusta á hér: