Helgina 3 – 4 desember n.k. ætlar körfuknattleiksdeild ÍR og Nettó að standa fyrir móti, ætlað iðkendum fæddum 2006 – 2010. Eins og síðustu ár ætlum við að hafa gleðina í fyrirrúmi, engin stig eru talin og allir fara glaðir heim með verðlaunapening. 

 

Mótið verður með svipuðu sniði og undanfarin ár. Árgangarnir keppa í hollum, hvert lið er ca. 3. klst með sitt prógram. Eftir síðasta leik er verðlauna afhending og myndataka. Við greiðslu á mótsgjaldi fá svo liðin nestispakka. Mótsgjald er 2.500kr á iðkanda. Keppt verður í íþróttahúsinu við Seljaskóla, Hertz-Hellinum.

 

Spilað verður 3 á 3 hjá 2009 og 2010 og svo 4 á 4 hjá 2006 – 2008. Eins og síðustu ár leggjum við upp með það að drengir keppa á laugardeginum og stúlkur á sunnudeginum og munum við byrja á yngstu kynslóðinni. 

 

Fyrir mótið verður dómara fundur þar sem farið verður yfir áherslur í dómgæslu. Á svona móti er hlutverk dómarans fyrst og fremst að vera leiðbeinandi þannig að börnin fái sem mest útúr leikjunum.

 

Skráning liða skal sendast á netfangið irkarfan@gmail.com Við skráningu þarf að koma fram hversu mörg lið þið skráið til leiks og hversu margir iðkendur. Einnig ef þið viljið greiða með millifærslu þá takið þið það fram. Síðasti dagur skráningar er á miðnætti sunnudaginn 27. nóvember