Landslið Íslands heldur utan í fyrramálið til Slóvakíu þar sem að það mun komandi laugardag leika gegn heimastúlkum í undankeppni Evrópumótsins. Leikurinn er annar tveggja leikja sem að liðið leikur í þetta skiptið, en sá seinni er hér heima gegn Portúgal miðvikudaginn eftir.

 

Hérna er 12 manna hópur liðsins fyrir Slóvakíuleikinn

 

Við heyrðum í þjálfara liðsins Ívari Ásgrímssyni á æfingu liðsins í dag.