Riðlarnir fyrir Eurobasket 2017 eru nú komnir á hreint og má segja að við íslendingar fáum verðugt verkefni. 

Ljóst er hvaða lið leika með Íslandi í A-riðli Eurobasket og einnig hvaða daga. Tímasetningar á leikjunum eru ekki komar fullkomlega á hreint nema að Ísland-Pólland mun fara fram fyrri part dag. Þannig gefst stuðningmönnum Íslands möguleiki á að vera við leik Íslands og Finnlands í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fram fer í Finnlandi sama dag. 
 
Dagsetningarnar eru eftirfarandi – Leikið er í Helsinki í Finnlandi:
 
Ísland – Grikklandi – 31. ágúst
Ísland – Pólland – 2. september
Ísland – Frakkland – 3. september
Ísland – Slóvenía – 5. september
Ísland – Finnland – 6. september
 
 
Riðlarnir á EuroBasket 2017:
A-riðill í Frakklandi: Frakkland, Grikkland, Finnland, Slóvenía, Pólland og Ísland
B-riðill í Ísrael: Litháen, Ítalía, Georgía, Þýskaland og Úkraína
C-riðill í Rúmeníu: Spánn, Tékkland, Króatía, Ungverjaland, Svartfjallaland og Rúmenía
D-riðill í Tyrklandi: ?Serbía, Lettland, Tyrkland, Rússland, Belgía og Bretland
 
Fjögur lið fara áfram úr hverjum riðli til Tyrklands.
 
FIBA kynnti til leiks nýja keppnisbolta, nýtt lukkudýr mótsins sem og nýja hönnun á bikarnum fræga sem Evrópumeistararnir munu fá til varðveislu en hann mun koma til landsins aftur í kynnisferð líkt og gert var fyrir mótið 2015.