Eins og kom fram í síðustu viku samdi ÍR við nýjan erlendan leikmann fyrir baráttuna í Dominos deild karla og átti hann að fylla skarð Matthew Hunter hjá liðinu. Quincy Hankins-Cole lék svo sinn fyrsta leik í 16 stiga tapinu gegn Þór Akureyri í gærkvöldi.

 

Aftur á móti var fyrrnefndur Matthew Hunter á skýrslu hjá ÍR og teflir liðið því fram tveimur erlendum leikmönnum þessa dagana. Hunter lék 17 mínútur var með 4 stig og 8 fráköst fyrir liðið gegn Þór sem er mun minna en hann hefur gert í leikjunum á undan. 

 

Hankins-Cole spilaði nokkuð meira og var með 10 stig og 16 fráköst. Hann kom til landsins í síðustu viku og þarf því meiri tíma til að komast inní leik liðsins en Cole lék með Snæfell fyrir nokkrum árum og þekkir því deildina ágætlega. 

 

 

Samkvæmt heimildum Karfan.is hefur engin ákvörðun verið tekin með framhaldið hjá Hunter en líkur eru á að hann leiki með liðinu næstu leiki að minnsta kosti. 

 

Mynd / Páll Jóhannesson – Matt Hunter gegn George Beamoun í gærkvöldi.