Ingi var ekki parsáttur við leik síns liðs þrátt fyrir sigurinn

 

“Mér fannst Valsliðið spila þennan leik virkilega vel, kom vel skipulagt og með góða strategíu. Mér fannst við því miður vera skrefi á eftir í nánast í öllum atriðum. Við sýndum gæði oft á tíðum en það var of köflótt. Undir lokin sýndum við meiri leikreynslu og það var það sem mér fannst skilja liðin að”.

 

Ingi sagðist í raun standa frammi fyrir því lúxusvandamáli að vera með stóran hóp þar sem mannskapurinn nýtist ekki nægliega vel, í dag hafi hann t.d. viljað fá meira frá stóru mönnunum.

 

“ Við erum enn að vinna með róteringuna og ég var ekki nógu ánægður með hana í dag því við náðum ekki að nýta mannskapinn nógu vel. Við eigum ennþá eftir að finna jafnvægi og hvernig vð getum nýst hvor annri betur.”

 

Ari var á sama máli og Ingi um að það hafi verið reynslan sem vó hvað þyngst í leiknum skilað Snæfelli sigrinum.

 

“Ég vil meina að hitt liðið kunni bara betur að vinna leiki en við, það er bara reynsla.”

 

Að öðru leyti var hann nokkuð ánægður með leikinn

 

“Ég var alveg ánægður með það sem gerðist í leiknum og við vorum inn í honum allan tímann og gerðum að mestu það sem við ætluðum að gera svo voru bara reynsluboltarnir sem kláruðu leikinn. Það voru þarna nokkur skot sem hefðu þurft að detta fyrir okkur í lokin en gerðu það ekki, það er bara búið að vera okkar saga á þessu tímabili. Það hefði verið virkilega gott fyrir liðið að klára þennan leik”

 

Viðtöl og texti / Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir

 

Umfjöllun úr leiknum