Skagamenn tóku á móti Fjölnismönnum í kvöld.  Þetta var annar leikur liðanna á stuttum tíma en Fjölnismenn slógu ÍA einmitt út úr Maltbikarnum fyrir stuttu, nokkuð sannfærandi.

 
Leikurinn í kvöld var hins vegar hörku skemmtilegur og varð á endanum virkilega spennandi en lokatölur urðu ÍA 71 Fjölnir 72.1 stig til eða frá
 

Fjölnismenn ætluðu að keyra þennan leik á sinni akgrein frá fyrstu mínútu og komust strax í 10 – 0.  En ÍA voru ekki á því að þetta yrði þannig leikur, jöfnuðu leikinn og leiddu með 12 stigum í hálfleik.
 

Sagan segir að hárblásarinn hafi verið settur í samband inn í klefa hjá Fjölni í hálfleik og skilaði það, ásamt nokkrum öðrum hlutum, 13 stiga sigri í seinnihálfleik.  Niðurstaðan var því eins stigs sigur sem er nóg.


Tölfræðin
 

Tölfræðilega var leikurinn, líkt og stigaskorið, virkilega jöfn. Fjölnir gerði þó aðeins betur og unnu líka.  Annars má sjá nánari tölfræði hér 

 
Uppgjörið
Skagamenn léku í kvöld sinn lang-besta leik á tímabilinu.  Það átti bæði við um sóknar- og varnarleik liðsins og var það baráttan og leikgleðin sem skein hjá hverjum leikmanni liðsins.  Liðið hefur ekki náð sér á flug á tímabilinu en þeir hafa fullt af góðum hlutum til að taka með sér úr þessum leik.
Fjölnismenn voru full værukærir og héldu kannski að verkefni væri auðveldara en það varð.  Þeir vöknuðu þó og náðu að snúa leiknum í sinn sigur en tæpt var það, því ÍA misnotaði víti þegar 4 sekúntur voru eftir af leiknum en ómögulegt er að segja hvernig leikurinn hefði farið ef framlenging hefði orðið niðurstaða.  En ef og hefði skipta engu máli, sigurinn var Fjölnis og það er niðurstaðan sem varð.
 
 
Mynd: Jónas H. Ottósson.
-Björn Steinar var flottur í liði ÍA í kvöld
Texti: HGH