Síðasta umferð fyrir landsleikjahlé fer fram í dag í Dominos deild kvenna. Landsliðið leikur í nóvember tvo leiki gegn Slóvakíu ytra þann 19. nóvember. Seinni leikurinn fer fram 23. nóvember hér í Laugardalshöllinni, leikirnir eru hluti af undankeppni Eurobasket.
Þetta þýðir að næsta umferð í Dominos deildinni fer fram 30. nóvember og einhver lið sem þakka mikið fyrir þetta hlé til að gera tilraun til að þjappa liðinu saman. Valskonur geta náð í sinn annan sigur í röð þegar þær fá Hauka í heimsókn en liðin eru i sjötta og sjöunda sæti deildarinnar.
Algjör toppslagur fer svo fram í 1. deild kvenna þar sem Breiðablik fær Þór Ak. í heimsókn. Liðin eru í toppsætunum og mættust í fyrstu umferð þar sem Breiðablik vann með tveim stigum. Ljóst er að um hörkuleik er að ræða en hann hefst kl 16:00. Einnig fara tveir leikir fram í 1. deild karla.
Listi yfir leiki dagsins má sjá hér:
Dominos deild kvenna:
Skallagrímur-Stjarnan kl 16:00
Njarðvík-Snæfell kl 15:30
Keflavík-Grindavík kl 16:00
Valur-Haukar Kl 17:00
1. deild kvenna:
Breiðablik – Þór Ak. kl 16:00