Ungt lið Los Angeles Lakers vann Atlanta Hawks í nótt, 109-94, á heimavelli sínum í Staples Center. Þar sem að liðin spila í sitthvorri deildinni leika þau aðeins tvo leiki gegn hvoru öðru á þessu tímabili og þar sem að Lakers unnu fyrri leikinn í Atlanta, hafa þeir nú sópað tímabils-seríunni gegn þeim.

 

Tölfræði leiks

 

Leikurinn merkilegur fyrir margar sakir, þó kannski helst þær að fyrir Atlanta Hawks spilar miðherjiinn Dwight Howard, sem að fyrir nokkrum árum spilaði fyrir Los Angeles Lakers (og fékk vel borgað fyrir) við slæman orðstýr. Í leik gærkvöldsins púuðu aðdáendur Los Angeles liðsins í hvert einasta skipti sem að Howard snerti boltann. Það kom þó ekki í veg fyrir að hann skoraði 19 stig og næði í 9 fráköst í leiknum, en eftir leik hafði hann þetta að segja um leiðindin.

 

 

Þó lenti hann í eilitlu orðaskaki við áhorfanda sem að kallaði hann tík þegar að hann var á leiðinni til búningsklefa. Ætli hann hafi ekki bara lokað eyrunum á meðan að leik stóð og opnað þau svo aftur um leið og hann var flautaður af.

 

 

Bestu leikmenn Los Angeles liðsins í gær komu allir af bekknum. Larry Nance Jr. skoraði 12 stig og tók 10 fráköst, Jordan Clarkson skoraði 18 stig og gaf 5 stoðsendingar og síðastur en ekki sístur var bekkjartröllið Lou Williams með 21 stig og 4 stoðsendingar.

 

Lou hefur verið frábær fyrir Lakers í vetur og hefur reynst þeim bestur, þegar mest á reynir, í 4. leikhlutanum. Reyndar svo að það eru aðeins tveir aðrir leikmenn sem skorað hafa meira en hann í lok leikja, þeir eru báðir byrjunarliðsmenn, Russell Westbrook fyrir Oklahoma City Thunder og Damian Lillard leikmaður Portland Trail Blazers.

 

Varðandi aðstæður Dwight Howard í Los Angeles og hatur áhorfenda þar á honum hafði Lou þetta að segja, en þeir eru báðir frá Atlanta og spiluðu oft gegn hvorum öðrum áður en að þeir komu í NBA deildina.

 

 

Brot úr leiknum: