Þrír leikir fóru fram í dag og í kvöld. Í Dominos deild karla sigraði Þór ÍR á Akureyri, í 1. deildinni sigraði Fjölnir Vestra og í fyrsta leik 16 liða úrslita Malbikarkeppninnar sló Höttur heimamenn í Njarðvík b úr keppni.
Viðureignir 16 liða úrslita Maltbikarkeppninnar
Mynd / Bára Dröfn
Úrslit kvöldsins
Dominos deild karla
Þór sigraði ÍR í leik þar sem að þeir leiddu allan tímann. Atkvæðamestur fyrir heimamenn var Danero Thomas með 22 stig og 11 fráköst, fyrir gestina úr Breiðholti var það nýr erlendur leikmaður þeirra, Quincy Hankins-Cole sem dróg vagninn með 10 stigum og 16 fráköstum.
Maltbikarkeppni karla
Höttur sigraði b lið Njarðvíkur í leik sem var nokkuð jafn og eru því komnir áfram í 8 liða úrslitin. Atkvæðamestur fyrir heimamenn var Hilmar Hafsteinsson með 37 stig og 6 fráköst á meðan að fyrir gestina var Aaron "Þrennu" Moss með 23 stig og 14 fráköst.
1. deild karla
Fjölnir sigraði Vestramenn nokkuð auðveldlega í leik þar sem að bæði liðin klæddust Fjölnistreyjunni. Atkvæðamestur fyrir heimamenn var Collin Anthony Pryor með 28 stig og 13 fráköst á meðan að hjá Vestra var Yima Chia-Kur með 37 stig og 18 fráköst.