Einn leikur fór fram í dönsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi þegar Arnar Guðjónsson og Axel Kárason hjá Svendborg Rabbits tóku á móti toppliði Horsens IC. Toppliðið komst á brott með 67-75 sigur í farteskinu og hefur því unnið alla átta deildarleiki sína til þessa. Svendborg hinsvegar er í 4. sæti deildarinnar með 5 sigra og 5 tapleiki.

Axel Kárason var í byrjunarliðinu hjá Arnari í gærkvöldi og gerði 8 stig á 23 mínútum. Hann tók einnig 2 fráköst og stal einum bolta en stigahæstur í liði Svendborg var Amadou Aboubakar Zaki með 16 stig og 7 fráköst. 

Næsti leikur Svendborg í deildinni er þann 24. nóvember næstkomandi þegar liðið heimsækir Hörsholm 79ers. 

Mynd úr safni/ Axel Kárason með íslenska landsliðinu í Berlín 2015.