Hjörtur Hrafn Einarsson verður í Njarðvíkurbúning í kvöld í fyrsta sinn á tímabilinu þegar Keflavík og Njarðvík eigast við í 32-liða úrslitum Maltbikars karla. Frá þessu er greint á Facebook-síðu Njarðvíkinga.

Innkoma Hjartar er vafalítið vel þegin viðbót á leikmannalista Njarðvíkinga sem hafa telft fram hinum fertuga Páli Kristinssyni undanfarið. Fáum ef nokkrum dylst skorturinn á sentimetrum í Ljónagryfjunni og verður fróðlegt að sjá hvernig Hirti mun ganga að ná takti aftur við liðið en þarna er á ferðinni byrjunarliðsmaður frá síðasta tímabili.