Helena Sverrisdóttir var gestur vikunnar í Podcasti Karfan.is þar sem hún ræddi um ferilinn, landsliðið og Dominos deildirnar. 

 

Helena lék í fjögur ár með TCU háskólanum í Bandaríkjunum áður en hún gerðist atvinnumaður í Slóvakíu. Þar lék hún í tvö ár og komst meðal annars í undanúrslit í evrópukeppninni með sterku liði Good Angles, þaðan fór hún til Ungverjalands en það gerðist nokkuð óvart: 

 

„Ég ætlaði að færa mig nær Íslandi. Það þurfti að taka tvö flug frá Slóvakíu, það var dýrt og tímafrekt. Ég endaði hinsvegar bara í bæ sem var hálftíma frá og það í Ungverjalandi.“ sagði Helena um vista skiptin. 

 

 

Fyrri partur ársins í Ungverjalandi var erfiður fyrir Helenu og ekki síst vegna þess að þjálfari liðsins kunni litla sem enga ensku og náði lítilli tengingu við liðið:

 

 

„Fyrir áramót vorum við með ungverskan þjálfara sem talaði ekki stakt orð í ensku. Þegar hann ætlaði að segja „Lay up“ sagði hann dripple. Við vorum fjórir erlendir leikmenn þarna sem ætluðum bara að fara frá félaginu ef þetta héldi áfram svona. “

 

 

“Eftir áramót tók svo spænskur þjálfari við og það var allt annað líf. Hann var góður þjálfari og ég fann mig persónulega betur. Átti líklega minn besta leik í evrópukeppninni á þessum tíma og leið mjög vel.“

 

 

Eftir ár í Ungverjalandi hélt Helena svo til Póllands sem hún segir hafa verið mun vestrænna og líkara Íslandi en fyrri löndin. Brotthvarfið frá Ungverjalandi var þó ekki eins og hún hafði sjálf kosið.

 

 

„Var leiðilegt hvernig þetta endaði í Ungverjalandi. Ég vildi vera þar áfram, mér leið vel og félagið gerði vel við mann. En mjög sterkt tyrkneskt lið bauð mér samning undir lok tímabilsins um að klára tímabilið þar með möguleika á framlengingu. Ungverska félagið sagði að ég mætti fara ef ég vildi. Þegar ég svo tjáði þeim að ég vildi taka þessu boði settu þeir upp fáránlegan verðmiða á mér svo í raun og veru voru þeir ekkert að leyfa mér að fara. Svo það endaði í nokkrum leiðindum og ég ákvað að fara til Póllands eftir það.“

 

 

Frá Póllandi var förinni heitið heim til Íslands eftir langan feril útí heimi. En afhverju að koma strax og leika á Íslandi þegar möguleikarnir erlendis voru enn til staðar?

 

 

„Ég fæ enþá tilboð um að fara út aftur. Það var bara komin upp mikil heimþrá, ég fór út 19 ára og var orðin 27 ára þarna. Það er skrýtin tilfinning að vera alltaf að missa af öllu hér heima, líka því ég var alltaf bara ein úti. Atvinnumannalífernið hentaði mér vel og mér fannst þetta skemmtilegt. Lífið var bara körfubolti, oftast tvær æfingar á dag og nóg fyrir stafni. Ég viðurkenni samt að ég er líklega búin að horfa á alla sjónvarpsþætti sem hafa verið gerðir en mér fannst þetta skemmtilegt.“ sagði Helena og bætti við:

 

 

„Ég var farin að telja niður dagana undir lokin að komast heim og þetta var bara komið gott í bili.“

 

 

Podcast Karfan.is með Helenu má hlusta á hér að neðan en margt áhugavert kom fram í spjallinu við Helenu.

 

 

 

 

Fleiri podcöst frá Karfan.is má finna hér