Helena Sverrisdóttir var gestur vikunnar í Podcasti Karfan.is þar sem hún ræddi um ferilinn, landsliðið og Dominos deildirnar. 

 

Helena lék í fjögur ár með TCU háskólanum í Bandaríkjunum áður en hún gerðist atvinnumaður í Slóvakíu. Þar lék hún í tvö ár og komst meðal annars í undanúrslit í evrópukeppninni með sterku liði Good Angles, þaðan fór hún til Ungverjalands og endaði atvinnumannaferilinn í bili í Póllandi. Því næst ákvað hún að koma heim og spila með Haukum. 

 

Helena missir nú af fyrsta landsleikjaverkefni sínu í 12 ár ef liðið spilar síðustu leikina í undankeppni Eurobasket gegn Slóvakíu og Portúgal. Miklar breytingar eru á landsliðshópnum sem vann frækinn sigur á Ungverjalandi fyrr á árinu og lýst Helenu ágætlega á þessar breytingar. 

 

„Ívar er að yngja upp í liðinu sem er skrýtið að segja þegar þú ert að sleppa því að velja 23 ára stelpur í liðið. Það eru bara margar íslenska stelpur sem hafa verið að spila undir getu í vetur og Ívar tekur séns á öðru.“ sagði Helena og bætti við:

 

„Það eru miklar breytingar á liðinu sem lék gegn Ungverjalandi í febrúar og þetta verða erfiðir leikir, sérstaklega leikurinn í Slóvakíu. Mér fannst við hinsvegar mjög lélegar í útileiknum gegn Portúgal en töpuðum samt ekki stórt svo ég vona að við getum strítt þeim aðeins.“

 

Ísland sigraði Ungverjaland í febrúar sem var einn stærsti sigur íslenska kvennalandsliðsins í sögunni en Ungverjaland er hátt sett í körfuboltaheimunum. Helena viðurkenndi að sá sigur væri líklega einn sá stærsti á ferlinum. 

 

„Held að fólk hafi ekki áttað sig á hvað þessu sigur gegn ungverjalandi var stór. Körfubolti er mjög stór í Ungverjalandi og landliðið spilar á Eurobasket nánast alltaf. Spiluðum bara frábæran leik hér heima og unnum þær. Ég hef alveg horft á þennan leik aftur af því að þetta var það stórt.“ 

 

Podcast Karfan.is með Helenu má hlusta á hér að neðan en margt áhugavert kom fram í spjallinu við Helenu.

 

 

Fleiri podcöst frá Karfan.is má finna hér