Helena Sverrisdóttir var gestur vikunnar í Podcasti Karfan.is þar sem hún ræddi um ferilinn, landsliðið og Dominos deildirnar. 

 

Helena lék í fjögur ár með TCU háskólanum í Bandaríkjunum áður en hún gerðist atvinnumaður í Slóvakíu. Þar lék hún í tvö ár og komst meðal annars í undanúrslit í evrópukeppninni með sterku liði Good Angles, þaðan fór hún til Ungverjalands og endaði atvinnumannaferilinn í bili í Póllandi. Því næst ákvað hún að koma heim og spila með Haukum. 

 

Haukar voru með gott lið er hún kom til baka og var þeim spáð íslandsmeistaratitli og það nokkuð auðveldlega. Allt kom fyrir ekki og töpuðu Haukar fyrir Snæfell í úrslitarimmunni. 

 

 

 

„Við fengum hellings umtal þegar ég og Pálína (Gunnlaugsdóttir) komum aftur. En það gleymdist dálítið að Snæfell var tvöfaldur íslandsmeistari, fá stjörnukana og landsliðsmiðherjann til sín. Þetta var svo furðulegt að við vorum án erlends leikmanns og vorum í vandræðum en samt var Snæfell allt tímabilið „underdogs“. Snæfell var bara með frábært lið en við (Haukar) erum bara ekki allar að spila nægilega vel.“ 

 

 

Umræðan var á þann veg að Haukar hefðu spilað langt undir getu þegar raunin var sú að liðið var einungis nokkrum stigum frá íslandsmestaratitli, þykir Helenu þetta ósanngjörn umræða?

 

„Við vorum með það gott lið að spila á móti góðu liði og þá má bara ekkert klikka og það bara klikkaði nægilega mikið til að Snæfell tæki þetta.“

 

 

Mikið fíaskó fór af stað um eftir áramót hjá Haukum er ráðin var inn erlendur leikmaður og í framhaldi allir þjálfarar liðsins reknir. Ingvar Þór Guðjónsson var svo ráðin aftur með Helenu sér til aðstoðar en mikil óánægja virtist vera í kringum þessa ákvörðun og óskiljanlegt fyrir þann sem horfir á utan frá. Helena viðurkenndi að það væri enn óskiljanlegt fyrir sig sjálfa hvað gekk á og að atburðarrásin hefði óumdeilanlega haft áhrif á frammistöðu liðsins.

 

 

“Þetta situr held ég enn í mörgum. Í raun veit engin nema formaður og stjórnarmenn hvað var í gangi. Þetta varð rosalega mikið klúður, þetta skemmdi auðvitað fyrir. Chelsie Schweers var allt í einu mætt á sunnudegi þegar búið var að segja að liðið færi í gegnum tímabilið án kana.“ sagði Helena og bætti við:

 

 

„Auk þess hafði hún verið rekin frá öðru félagi af ástæðu stuttu áður og við vissum af því og fengum að kynnast því. Það er erfitt að hafa leikmann í liðinu sem hugsar bara um sjálfan sig og engan annan.“

 

 

„Þetta var ekki nægilega vel gert, hún var allt í einu mætt án þess að nokkur vissi af því. Svo kom þetta þjálfaraklúður, ég veit ekki hvort ég eigi að hlægja eða gráta yfir þessu þetta var svo kjánalegt.

 

 

„Þetta hafði mikil áhrif á liðið, töpuðum fyrstu leikjunum í Grindavík meðal annars því þetta lág svo þungt á liðinu. Vonandi læra bara stjórn og formaður helling á þessu.“

 

 

Haukar mættu Snæfell í hreinum úrslitaleik á Ásvöllum þar sem hafnfirðingar og hólmarar troðfylltu húsið. 

 

 

„Þetta var erfitt tap en gegn góðu liði. Maður vill alltaf vinna, en stemmningin var svo skemmtileg. Ég er mjög stolt af því að hafa fyllt Ásvelli á kvennaleik.“

 

 

 

Haukar koma inní þetta tímabil með gjörbreytt lið og segir Helena að atburðarrásin og leiðindin sem sköpuðust við ráðningu erlenda leikmannsins og þjálfarahrókeringarnar hafi klárlega heft eitthvað að segja. 

 

 

„Án þess að tala fyrir hönd stelpnanna þá var stór partur af því að þær yfirgáfu félagið þetta atvik í fyrra. Ég virði þessar stelpur algjörlega en hver og ein hafði sína ástæðu fyrir því að fara.“

 

 

Podcast Karfan.is með Helenu má hlusta á hér að neðan en margt áhugavert kom fram í spjallinu við Helenu.

 

 

 

 

Fleiri podcöst frá Karfan.is má finna hér