Þrír leikir eru í dag í fyrstu deildum kvenna og karla. Hæstan ber þar að nefna leik Hattar og Vals. Höttur eru enn taplausir það sem af er og eru einir í efsta sæti deildarinnar á meðan að Valur er um miðja deild með 4 sigra og 2 töp. Spennandi verður að sjá hvort leikmaður Hattar, Þrennu Moss næli sér í enn eina þrennuna í leiknum, en leikmaðurinn hefur verið duglegur við það í vetur. Leiðir liðið í stigum, fráköstum og stoðsendingum það sem af er.

Hérna er staðan í deildinni.

 

Einnig tekur b lið Keflavíkur á móti KR, en liðin eru í 3. og 4. sæti deildarinnar. Mikið af leikmönnum b liðs Keflavíkur leika einnig með toppliði þess í Dominos deildinni. Verður spennandi að sjá hvort að KR er einhver fyrirstaða fyrir þær.

Hérna er staðan í deildinni.

 

Leikir dagsins

 

1. deild kvenna:

Keflavík b KR – kl. 14:30

 

1. deild karla:

Fjölnir Hamar – kl. 18:30

Valur Höttur – kl. 20:00