Einn leikur er í Dominos deild karla í kvöld. Þar tekur Njarðvík á móti liði Hauka. Bæði hafa liðin verið í einhverskonar vandræðum í vetur og eru bæði í 7.-11. sæti deildarinnar með 2 sigurleiki í fyrstu 6 umferðunum. Njarðvík samdi á dögunum við annan erlendan leikmann, Jeremy Atkinson, og mun hann þarna leika sinn fyrsta leik fyrir félagið á þessu tímabili.

 

Leikurinn hefst kl. 19:15 og er hann í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport.

 

Staðan í deildinni