Kvennalið Hauka í Domino's deildinni hefur tekið ákvörðun um að skipta út sínum erlenda leikmanni og mætir því með ferskt blóð á fjalirnar eftir landsleikjahlé

Leikmaðurinn sem um ræðir heitir Kelia Shelton sem spilaði fyrir LA Tech háskólann. Á síðustu leiktíð spilaði hún í efstu deild í Rússlandi sem er með sterkari deildum evrópu en þetta kemur fram á heimasíðu Hauka.

Shelton útskrifaðist frá LA Tech skólanum 2015 og var að skila af sér 13.2 stigum, 5.3 fráköstum og 2.2 stoðsendingum að meðaltali á lokaárinu sínu.

Þóra Kristín Jónsdóttir er einnig væntanleg eftir hlé en hún hefur verið frá það sem af er leiktíðar vegna meiðsla og ljóst að þessir tveir leikmenn ættu að styrkja Haukaliðið nokkuð fyrir komandi átök.