Snæfell kom í heimsókn til Grindvíkinga í kvöld. Snæfell var yfir fyrstu 15 mínútur leiksins en þá tókst andlausum Grindvíkingum að snúa við blaðinu og sigruðu þeir leikinn 108 – 72. 

 

Þáttaskil

Snæfell var yfir fyrstu 15 mínútur leiksins og náðu þeir 12 stiga forskoti. Andlausir Grindvíkingar snéru blaðinu við og náðu 8 stiga forskoti fyrir hálfleik. Í þriðja leikhluta voru Grindvíkingar byrjaðir að leika sér að liði Snæfells. Þeir unnu síðan leikinn með 36 stigum.

 

Hetjan

Ingvi Guðmundsson átti hörku leik fyrir hönd Grindvíkinga. Lewis Clinch var stigahæstur með 25 stig. Fyrir hönd Snæfells var Barrett Sefton stigahæstur með 16 stig, hann skoraði 14 þeirra í fyrri hálfleik.  

 

Kjarninn

Þorleifur Ólafsson var ekki með Grindvíkingum í leik liðsins í kvöld. Þrátt fyrir það unnu Grindvíkingar stórsigur gegn Snæfell. Gaman var að sjá að allir leikmenn liðanna beggja fengu mínútur í leiknum. Grindvíkingar sitja nú með liði Stjörnunnar og KR í fyrsta sæti deildarinnar á meðan Snæfell situr á botninum

 

Tölfræði leiksins: 

Grindavík: Lewis Clinch Jr. 25/6 fráköst, Dagur Kár Jónsson 18, Ingvi Þór Guðmundsson 15/6 fráköst/5 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 13, Hamid Dicko 13, Magnús Már Ellertsson 7/5 fráköst, Nökkvi Már Nökkvason 6, Þorsteinn Finnbogason 5/4 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 4/8 fráköst, Sverrir Týr Sigurðsson 2, Jens Valgeir Óskarsson 0/4 fráköst, Þorbergur Ólafsson 0.

Snæfell: Sefton Barrett 16/13 fráköst/6 varin skot, Snjólfur Björnsson 11/4 fráköst, Árni Elmar Hrafnsson 10/4 fráköst, Geir Elías Úlfur Helgason 8, Sveinn Arnar Davíðsson 7/5 fráköst, Andrée Fares Michelsson 6, Viktor Marínó Alexandersson 6, Aron Ingi Hinriksson 2, Rúnar Þór Ragnarsson 2, Maciej Klimaszewski 2, Jón Páll Gunnarsson 2, Tómas Helgi Baldursson 0.

 

Umfjöllun / Jenný Ósk Óskarsdóttir