Lið ÍA og FSu buðu upp á mikinn spennuleik í kvöld.  Liðin mættust í fyrsta leik annarar umferðar 1. deildar, en FSu hafði betur í upphafsleik tímabilsins.

 

Hvorugt liðið náði að hrista hitt af sér, liðin skiptust alls 9 sinnum á forystunni, FSu náði mest 6 stiga forystu í leiknum, 5 sinnum var leikurinn jafn en ÍA náði mest 7 stiga forystu, sem var einmitt munurinn á liðunum í leikslok.

 

Tölfræðin

Tölfræðilega fór mest fyrir Derek Shouse með tvöfalda tvennu hjá ÍA en Jón Orri var einnig með tvöfalda tvennu. Hjá FSu fór tölfræðilega mest fyrir Terrence Motley sem setti 42 stig af 67 stigum liðsins.

 

Vendipunkturinn

Eins og áður sagði var leikurinn jafn en vendipuntur leiksins voru síðustu 90 sekúndurnar.

Fyrsti vendipunkturinn var 3ja stiga skot Björns Steinars hjá ÍA sem fór ofaní þegar rétt rúm mínúta var eftir af leiknum og kom stöðunni í 68-63 fyrir ÍA. 

 

Annar vendipunkturinn var þegar ÍA fær dæmt á sig sóknarbrot í stöðunni 68-67 og 46 sekúndur voru eftir. FSu tekur innkast sem Derek Shouse stelur og treður boltanum og staðan orðin 70-67 og 43 sekúndur eftir.  

 

FSu koma upp með boltann og þriggja stiga tilraun þeirra klikkar og ÍA kemur upp með boltann og spilar langa sókn sem endar með því að Derek fer í þrist og hittir og staðan allt í einu orðin 73-67 og rétt rúmar 6 sekúndur eftir.  FSu tekur leikhlé og taka innkast sem Jón Orri stelur, hendir boltanum fram á Björn Steinar sem FSu brjóta á þegar um 3 sekúndur eru eftir og fyrsti heimasigur ÍA á tímabilinu orðin staðreynd.

 

Tölfræði leiks

 

Umfjöllun / Hannibal Hauksson

Mynd / Jónas H. Ottósson