Fanney Lind Thomas hefur gengið til liðs við úrvalsdeildarlið kvenna Skallagríms, Fanney Lind kemur frá Þór Akureyri og hefur verið ein af burðarásunum í liði Þórs. Frá þessu er greint á heimasíðunni Skallar.is
Þá segir einnig á heimasíðu Skallagríms:
„Èg er mjög spennt að koma aftur í úrvalsdeildina eftir rúmlega ár í 1. deildinni. Og ekki skemmir fyrir að ég á nokkrar mjög góðar vinkonur í liðinu. Ég tel mig geta styrkt liðið í toppbaráttunni. Ég veit að stuðningurinn í Borgarnesi er uppá 10.. Èg er rosalega spennt að fara í þessa baráttu með Skallagrím, þessu liði eru allir vegir færir“
VIð bjóðun Fanney Lind velkomna í Borgarnes og ljóst er að hún er mikill liðstyrkur í þeirri hörðu baráttu sem framundan er í Domínósdeild kvenna.
Mynd úr safni/ Fanney í leik með Fjölni