Fyrrum NBA leikmaðurinn og núverandi sérfræðingur CBS og Bleacher Report, Greg Anthony, fer hér yfir hvaða fimm lið spili bestu vörnina í NBA deildinni. Efst á lista hjá honum er lið San Antonio Spurs, en hann telur hlutverk besta varnarmanns deildarinnar, Kawhi Leonard, vega mikið. Í annað sætið setur hann lið Atlanta Hawks þar sem að hann telur komu Dwight Howard skipta sköpum fyrir þá. Í þriðja sætinu er svo lið Los Angeles Clippers.

 

Nokkuð merkilegt er að bera þetta saman við tölfræðilega varnareinkunn liðanna, en þar er lið Atlanta Hawks í fyrsta sæti, Los Angeles Clippers í öðru og lið Utah Jazz í því þriðja. Liðið sem að toppar lista Antony, San Antonio Spurs er hinsvegar ekki nema í 14. sæti á sama lista.

 

Hér má sjá yfirferð Anthony: