Margir rákú upp stór augu þegar að þeir sáu að fyrrum þjálfari Keflavíkur, Sigurður Ingimundarson, var mættur aftur til þess að stjórna sínum mönnum gegn Haukum að Ásvöllum í gærkvöld. Upphaflega, í byrjun tímabils hafði Sigurður átt að vera aðalþjálfari liðsins, en Hjörtur Harðarson honum til aðstoðar. Síðan þurfti Sigurður að fara í ótímabundið veikindaleyfi og varð Hjörtur þá aðalþjálfari liðsins, þá með Gunnar Einarsson sér til aðstoðar. Svo í síðustu viku þurfti Gunnar að fara í leyfi vegna barneigna og er Sigurður því kominn aftur. Samkvæmt þeim eru Sigurður og Hjörtur báðir aðalþjálfarar liðsins sem stendur.

 

Að sjálfsögðu frábærar fréttir fyrir Keflvíkinga og íþróttina í heild að Sigurður hinn sigursæli sé mættur á parketið á nýjan leik.