Tímabilið í háskólaboltanum hófst í Bandaríkjunum fyrir stuttu með miklum fjölda leikja. Íslendingar hafa aldrei átt fleiri leikmenn sem spila þar eins og núna og því tilvalið að skoða hvernig tímabilið fór af stað fyrir okkar fólk: 

 

Kristófer Acox spilaði tvo leiki fyrir Furman í vikunni og var í stóru hlutverki í báðum leikjum. Fyrri leikurinn tapaðist með sex stigum gegn Asheville þar sem Kristófer var með 11 stig og 5 fráköst. Síðari leikurinn vannst svo 98-48 gegn Hiwassee, Kristófer var með 13 stig, 7 fráköst og 3 stoðsendingar. 

 

Kári Jónsson og félagar í Draxel drekunum var með fimm stig og tvær stoðsendingar er liðið tapaði gegn Niagara í vikunni. Liðið leikur einnig í kvöld gegn La Salle.

 

Karlalið Marist lék einn leik í vikunni þar sem liðið vann Dartmouth og spilaði Kristinn Pálsson þar sem hann var með 10 stig og 2 stoðsendingar. 

 

Lovísa Björt Henningsdóttir spilaði þrjá leiki í vikunni með kvenna liði Marist. Fyrsti leikurinn tapðist gegn East Caroline þar sem Lovísa var með 15 stig og 3 stoðsendingar. Því næst setti hún 7 stig og 7 fráköst í eins stigs tapi gegn Auburn. Eini sigur leikurinn kom gegn NC A&T þar sem Lovísa var stiga laus en bætti við þrem stoðsendingum og þrem fráköstum. 

 

Tómas Þórður Hilmarsson var í liði Francis Marion þar sem liði lék tvo leiki. Hann spilaði örfáar mínútur í báðum leikjum og var stigalaus en var með tvö fráköstí hvorum leik. 

 

Gunnar Harðarson var stigahæstur í rústi Belmont Abbey á Christendom 90-33. Gunnar var með 19 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar. Hann lék einnig er liðið tapaði gegn Greensboro en þar lék hann minna og var með 3 stig. 

 

Margrét Hálfdánardóttir og Sara Rún Hinriksdóttir léku tvo leiki með Canisius skólanum í vikunni. Liðið lék gegn Lamar þar sem Sara var með 14 stig og 6 fráköst í tapi. Margrét var með 3 stig, 4 fráköst og 4 stoðsendingar. Þá tapaði liðið einnig gegn SFU þar sem Sara Rún var með 20 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar og Margrét bætti við 6 stigum. 

 

Hildur Björg Kjartansdóttir var frábær fyrir UT Rio Grande í tveim sigurleikjum í vikunni. Hún var með sjö stoðsendingar í báðum leikjunum. Þá var hún með 14 stig í fyrri leiknum en þrjú í þeim seinni.

 

 Elvar Friðriksson er lykilmaður í liði Barry sem vann tvo leiki í vikunni. Í 90-100 sigri á Florida var hann með 18 stig, 15 fráköst og 4 stoðsendingar. Í öðrum sigri gegn Shaw var hann svo með 24 stig, 6 stoðsendingar og 6 fráköst.

 

Jón Axel Guðmundsson var að vanda í byrjunarliði Davidson í vikunni sem vann Charlotte. Jón Axel var með 11 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar. 

 

Gunnar Ólafsson og félagar í St. Francis Brooklyn unnu einn leik og töpuðu öðrum í vikunni. Gunnar var í byrjunarliðinu eins og áður og var með 4 stig og 6 fráköst í sigri á Savannah State. Þá var hann með 2 stig og 11 fráköst gegn UT Rio Grande. 

 

Mynd / Facebook síða Marist – Lovísa Björt í leik gegn ECU