Þrír leikir fóru fram í Dominos deild karla í kvöld. Úrslitin voru eftir bókinni í Grindavík þar sem að heimamenn höfðu sigur á Snæfell. Í Borgarnesi sigruðu heimamenn í Skallagrím Stjörnuna og í Vesturbænum sigraði lið Njarðvíkur KR, þar sem að meistararnir spiluðu, mögulega, sinn versta leik í vetur. Njarðvíkingar að sama skapi í góðum gír með tvo sigra í röð, fyrst gegn Haukum og nú KR og markar þetta endalok 11 ára eyðimerkurgöngu Njarðvíkinga í deildarkeppninni gegn KR á útivelli!

 

 

Úrslit kvöldsins:

Skallagrímur – Stjarnan 78-73

Grindavík – Snæfell 108-72

KR – Njarðvík 61-72