Sex leikir fara fram í 32 liða úrslitum Malbikarsins í kvöld. Hæstan ber þar að nefna leik Keflavíkur og Njarðvíkur sem fram fer kl. 19:15 á Sunnubrautinni. Liðin mættust í fyrstu umferð Íslandsmótsins þetta árið í Ljónagryfjunni í Njarðvík þar sem að gestirnir frá Keflavík fóru með nokkuð öruggan sigur af hólmi. Færið því algjörlega til staðar fyrir lið Njarðvíkur að launa grönnum sínum greiða með því að slá þá út í þessari fyrstu umferð bikarkeppninnar.

 

Leikurinn, líkt og svo margir aðrir skemmtilegir leikir í Maltbikarnum, hvergi sýndur, en það ku vera sökum samninga á milli sambands og Ríkisútvarpsins. Þar sem að RÚV er með réttinn, þá er bara ekkert sýnt, sama hvaða leikur það er. 

 

Reyndar verður leik Vestra og Hauka sýndur í kvöld, en það verður  í gegnum síðuna jakinn.tv.

 

 

 

Leikir dagsins:

Reynir Sandgerði – ÍR: kl. 19:00

Keflavík – Njarðvík – kl. 19:15

Vestri – Haukar: kl. 19:15 í beinni útsendingu jakinn.tv

Hamar – Höttur: kl. 19:30

Valur – Snæfell: kl. 19:30

Breiðablik – Skallagrímur: kl. 19:30