Nágrannaslagur var háður í Stykkishólmi þegar vesturlandsveldin Snæfell og Skallagrímur öttu kappi, Snæfell án stiga en um sinn og Skallagrímsmenn búnir að hala inn tveimur sigrum það sem af er vetri. Þessi leikur bauð upp á allt, 20 stiga sveiflur, atvik dæmd út frá myndbandi sem gerði það að verkum að hann fór í framlengingu 93-93 og staðan var 104-104 þegar 5 sekúndur voru eftir og framlengt í annað sinn. Já þetta var leikur leikjanna þessa umferðina en Skallagrímur fóru á endanum heim með tvö stig eftir ótrúlegann leik sem aldrei var hægt að sjá hvernig endaði. Lokatölur 112-115.

 

Leikurinn byrjaði í ágætis gangi og liðin skiptust á að skora og voru með góða nýtingu i upphafi 71% Snæfells og 54% Skallagríms. Snæfell héldu sig nærri 23-24 eftir fyrsta hluta en Skallagrímur hafði leitt með 3-4 stigum. Skallagrímur voru þó aðeins beittari í öðrum hluta og sigldu örlítið frá Snæfelli og leiddi með 10 stigum í hálfleik 35-45.

 

 

Þáttaskil leiksins í hnotskurn komu strax í upphafi þriðja leikhluta þegar staðan var 37-47 en þá tóku gestirnir þetta í sínar hendur og með 6 stig frá Flenard Whitfield og 5 stig frá Sigtryggi Arnari voru þeir á svipstundu komnir í 37-58 og brattari brekkan Snæfellsmegin. Það var nú það en brekkan var nú ansi auðfarin þegar Snæfell settu í gírinn úr stöðunni 49-69 og löguðu hana í 62-69 áður en þriðja leikhluta lauk með einhverri þrista sýningu og gífurlegri baráttu en liðið hefur iðulega brotnað þegar ágangurinn verður of mikill. Snæfellingar voru 1 stigi undir 71-72 og höfðu heldur betur tekið sinn þátt í leiknum og gert honum skil og þvílík endurkoma. Eftir ævintýralegan sveiflu-seinni hálfleik fóru liðin í framlengingu en það að Sigtryggur Arnar hafi fengið tvö stig en ekki þrjú í lokin, sem úr var skorið með myndtæækninni gerði það að verkum að staðan var 93-93 þegar lokaflautið gall. 104-104 var staðan fyrir aðra fralengingu og baráttan var í algleymi

 

Hetjur leiksins eru því klárlega Snæfell eftir að hafa gert þetta að leik en ekki brotnað með Andrée Michelsson fremstan í hetjuvagninum. Það voru þristar úr öllum áttum sem litu dagsins ljós frá Sveini Arnari, Geir Elías, Andrée og Sefton þar sem 13-0 kafli þeirra gerði það að verkum að þetta varð alvöru vesturlandsslagur en það veðjuðu ekki margir á Snæfell á lengjunni og hvað þá tvíframlengdan leik þrátt fyrir grátlegt tap því ef það einhverntíma sem Snæfell small saman sem lið og ætluðu sér að vinna leik þá var það í kvöld.

 

Tölurnar segja sögu.

Skallagrímur er að vinna fráköstin 50-40 en ef einhverstaðar hefðu Snæfell tekið sigurinn þá hefði það verið á vítunum sem þeir settu niður 90% 28/31 og að bekkurinn er að skila 26 stigum. Þriggja stiga skotin voru að detta ágætlega hjá heimamönnum 14/40 en 10/26 hjá Skallagrím. Andrée Michelson var að spila gríðalega vel og endaði með 34 stig og Sefton Barret 31 stig og 11 fráköst. Hjá Skallagrím var Flenard Whitfield með 42 stig og 11 fráköst en Sigtryggur Arnar var að spila feiknar vek einng og endaði með 27 stig og 8 fráköst.

 

Tölfræði leiksins 

Umfjöllun / Símon B Hjaltalín

Mynd / Gunnlaugur Auðunn Júlíussin