Lið Golden State Warriors vann Toronto Raptors í nótt í í NBA deildinni með 127 stigum gegn 121. Atkvæðamestur fyrir Warriors var verðmætasti leikmaður síðasta tímabils, Stephen Curry, með 35 stig og 7 stoðsendingar. Fyrir heimamenn í Toronto var DeMar DeRozan atkvæðamestur með 34 stig. 

 

Eftir leikinn er lið Raptors í 4. sæti Austurdeildarinnar með 7 sigra og 4 töp það sem af er tímabili á meðan að Warriors eru í 2.-3. sæti Vesturstrandarinnar með 9 sigra og 2 tapleiki.

 

Á meðan að leik stóð var tónlistarmaðurinn Drake með einhverja stæla við Kevin Durant, eina aðal stjörnu Warriors. Drake er einn harðasti stuðningsmaður liðsins og er hann titlaður alþjóðlegur sendiherra þess. Gærkvöldið var helgað tónlistarmanninum í Air-Canada Höllinni í Toronto. Eftir leik var Durant spurður út í hvað honum þætti um þetta Drake þemakvöld. Svarið hans má sjá hér fyrir neðan.

 

Tölfræði leiks

 

Stælar Drake á meðan að leik stóð:

 

 

 

Svar Durant eftir leik: