Fimm leikir fara fram í drengjaflokki í kvöld. Ungmennirnir verða fremur seint á ferðinni þennan þriðjudaginn en fyrsti leikur er 19.30 í Njarðvík þar sem heimamenn taka á móti Fjölni.

Allir leikir kvöldsins í drengjaflokki

19.30 Njarðvík – Fjölnir
20.15 Keflavík – Haukar
20.30 Hrunamenn/Hamar/Þór Þorlákshöfn – Skallagrímur 
21.00 Stjarnan – Fjölnir b
21.20 KR – Grindavík

Í 1. deild drengjaflokks eru Fjölnir og Haukar á toppnum, Haukar reyndar eiga leik til góða á Fjölni en bæði lið eru með 10 stig á toppi deildarinnar. Í 2. deild drengjaflokks eru Skallagrímsmenn efstir með fimm sigra í röð.