Dregið verður í riðla í dag fyrir lokamót EuroBasket 2017, en þar mun Ísland leika í riðli með heimamönnum í Finnlandi. Drátturinn fer fram í Istanbúl í Tyrklandi og verða fulltrúar KKÍ viðstaddir ásamt fulltrúum allra landanna 24 sem taka þátt á EM. Hefð er fyrir því að það land sem mun hýsa úrslitakeppnina sjái um dráttinn en slíkt var gert í Frakklandi fyrir árið 2015.

 

Nokkrar þjóðanna hafa gert með sér samkomulag um að leika saman og geta því ekki dregist með Íslandi í riðil.  

Finnland og Ísland
Ísrael og Litháen
Rúmenía og Ungverjaland
Tyrkland og Rússland

Annars er dregið í riðlana samkvæmt eftirfarandi styrkleikalista.

 

1. stykleikaflokkur: Spánn, Frakkland eða Serbía
2. stykleikaflokkur: Grikkland, Ítalía, Tékkland eða Lettland
3. stykleikaflokkur: (Finnland nú þegar ákveðið)
4. stykleikaflokkur: Slóvenía eða Georgía
5. stykleikaflokkur: Þýskaland, Belgía, Pólland eða Svartfjallaland
6.. stykleikaflokkur: (Ísland)

 

Hægt verður að fylgjast með drættinum beint kl. 14:00 á ruv.is.

 

Fyrr í haust báðum við leikmenn landsliðsins að setja saman sína draumariðla og er vel við hæfi að rifja það upp við þetta tilefni:

 

Ægir Þór Steinarsson:

Ísland
Ítalía
Finnland
Þýskaland
Ungverjaland
Frakkland

 

Logi Gunnarsson:

Ísland
Belgía
Finnland
Georgía
Frakkland
Tékkland

 

Brynjar Þór Björnsson

Frakkland
Tékkland
Finnland
Rússland
Þýskaland
Ísland

 

Hlynur Bæringsson

Ísland
Frakkland
Grikkland
Finnland
Ungverjaland
Belgía

 

Hannes S. Jónsson formaður KKÍ

Frakkland

Ítalía 

Finnland

Slóvenía

Þýskaland

Ísland