Í kvöld hér í Grindavíkinni sporta dómarapar leiksins þeir Davíð Hreiðarsson og Ísak Ernir Kristinsson nýjum samskiptabúnaði.  Búnaðurinn líkist einskonar þráðlausum búnaði sem tengist við hina hefðbundnu símtæki nútímans eða þá kannski frekar þeim búnaði sem poppstjörnur nota á sviði. 

 

Búnaður þessi á að öllum líkindum að auka samskipti dómara leiksins og um leið gera störf þeirra auðveldari og skilvirkari.  Fáum frekari fréttir af þessum búnað í vikunni.