Daníel Guðni Guðmundsson sagði það ekki hafa verið auðvelda ákvörðun að framlengja ekki samning við Stefan Bonneau sem rennur út í dag. "Ákvörðunin með að framlengja ekki samning okkar við Stefan var erfið. Það eru í mörg horn að líta þegar kemur að því að stjórna liði. Sumir munu vera sáttir með mína ákvörðun en aðrir ekki. Við höfum innan okkar raða marga hæfileikaríka bakverði og ég horfi í það að bæta stórum leikmanni við okkar hóp eftir áramót þar sem okkur vantar miðherja. Hann mun þá spila ásamt Jeremy, sem mun vera áfram."

 

Ákvörðun þessi kom í dag, en sem fyrr segir þá samdi Stefan við Njarðvíkinga til loka nóvember og því rennur samningur hans út að miðnætti í kvöld.  Eftir tvö hásinar slit hjá kappanum gerðu leikmaðurinn og Njarðvíkingar styttri samning sín á milli enda óvíst með leikmenn sem lenda í slíkum meiðslum.  Daníel taldi hinsvegar leikform leikmannsins ekki vera höfuð atriðið heldur einfaldlega uppsetningin á liðinu og því sem hann vantaði.  "Ég treysti fullkomlega þeirri bakvarðasveit sem eftir stendur enda eins og ég sagði mikilir hæfileikar þar á ferð. Það styttist svo í Odd Kristjánsson, Jón Sverris og Snjólf Marel með hverjum deginum." sagði Daníel að lokum. 

 

Njarðvíkingar leika gegn Þór Akureyri á morgun í Dominosdeildinni og þar mun Stefan Bonneau ekki koma við sögu "Hann hefur leikið sinn síðasta leik fyrir UMFN á þessu tímabili" bætti Daníel svo við aðspurður.